Glerlausnir
Glerlausnir ehf. er söluaðili glerfestinga R-FIX á Íslandi. Við sérhæfum okkur í hönnun og sölu á gleri til notkunar í burðarþolslegum tilgangi. Okkar lausnir geta verið allt frá svalahandriðum yfir í flóknari burðarvirki úr gleri eins og stiga, gólf eða veggi. Í samstarfi við R-FIX og aðra góða samstarfsaðila geta Glerlausnir leyst flókin verkefni á faglegan hátt.
Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum okkar uppá góðar en hagkvæmar lausnir sem uppfylla kröfur hönnuða og aðstæður á Íslandi.
Ferlið
Óskað eftir tilboði
Þið getið fengið tilboð í ykkar verk með því að senda fyrirspurn í “Hafa samband” eða senda póst á okkur beint.
Tilboð samþykkt
Ef tilboð er samþykkt er gerður samningur um verkið.
Útreikningaskýrsla
Við gerum útreikningaskýrslu á íslensku sem verkkaupi getur til dæmis notað til efnissamþykktar. Í útreikningaskýrslu koma fram útreikningar á álagi, hvaða festingar henta fyrir gefið álag og hvernig gler uppfylla álagsforsendur. Einnig fylgja þá með CE og/eða DOP vottanir fyrir viðeigandi hluta burðarvirkis.
Teikningar
Þegar útreikningar og forsendur hafa verið samþykktar útbúum við teikningar sem sýna hvaða lausnir eru notaðar hvar, öll mál og merkjum hvert gler með sérstöku heiti. Þessar teikningar eru síðan sendar á verkkaupa þar sem hann getur staðfest mál á staðnum og fengið samþykkt hjá hönnuðum, ef við á.
Pöntun á efni
Þegar teikingar hafa verið samþykktar er pöntun lögð inn til framleiðanda.
Afhending á verkstað
Afhending á verkstað getur tekið 6-8 vikur, en biðtími fer eftir umfangi verks. Hægt er að semja um að fá festingar afhendar fyrst, ef verkkaupi vill hefja vinnu við að koma þeim fyrir, áður en gler er afhent á staðinn.
Úttekt eftir uppsetningu
Við erum með þér alla leið, og erum tilkallanlegir á verkstað á meðan uppsetningu stendur. Eftir uppsetingu getur verkkaupi fengið úttekt frá okkur að kostnaðarlausu.
