Glerlausnir ehf er söluaðili glerfestinga R-Fix á Íslandi. Við sérhæfum okkur í hönnun og sölu á gleri til notkunar í burðarþolslegum tilgangi. Þessar lausnir geta verið allt frá svalahandriðum yfir í flóknari burðarvirki úr gleri eins og stiga, gólf eða veggi. Í samstarfi við R-Fix og aðra góðra samstarfsaðila geta Glerlausnir leyst flókin verkefni á faglegan hátt.
Fyrirtækið var stofnað 2023 af þeim Bjarna og Ingimari. Hugmyndin kom vegna tengsla við stjórnendur hjá R-Fix, sem mynduðust á ráðstefnu í Portúgal um gler árið 2017. Tengsl milli aðila hélt áfram í gegnum sameiginlegan áhuga á gleri, sem endaði í hugmynd af þessu fyrirtæki.
Markmið fyrirtækisins er að bjóða viðskiptavinum okkar uppá góðar og hagkvæmar lausnir sem þeir geta treyst á.
Bjarni er byggingarverkfræðingur M.Sc með um 9 ára reynslu af burðarþolshönnun bygginga. Í meistaranámi sínu í Danmörk sérhæfði hann sig í notkun á gleri sem burðarvirki og hefur meðal annars birt grein í Challanging Glass. Seinustu fjögur ár hefur hann kennt efnisfræði byggingarefna við Háskólann í Reykjavík þar sem meðal námsefnisins er efnisfræði málma og glers.
Bjarni Grétar Jónsson
+354 666-0456
bjarni@glerlausnir.com
Ingimar er byggingarverkfræðingur M.Sc með um 9 ára reynslu af burðarþolshönnun og eftirliti með framkvæmdum. Hann stundaði meistaranám sitt í University of Washington á námsstyrk en þar vann hann einnig við rannsóknir. Í grunnnámi við Háskóla Íslands hlaut Ingimar verðlaun úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar, fyrir framúrskarandi árangur í verkfræðideild.
Ingimar Jóhannsson
+354 665-6233
ingimar@glerlausnir.com