GPR1 festingar henta vel
Innanhús
Utanhús þar sem er skjólsamt
Þaksvalir þar sem gler er í hálfa hæð handriðs
Skúffurnar eru hannaðar til að þola allt að 2,25kN/m línuálag og upp að 3,5kPa vindálag.
Almennt koma skúffurnar anódíserað sem gefur þeim fallegt grátt útlit. Einnig er hægt að fá skúffurnar málaðar í RAL lit.
Skúffurnar geta verið botnfestar og hliðarfestar. Hliðarfestu skúffurnar er hægt að fá með álflasningu sem smellt er framaná, en einnig er hægt að fá tappa sem fylla upp í götin.