Jöfurbás 5

Verkkaupi: GG-Verk

Arkitekt: Nordic Office of Architecture

Vörur notaðar í verki: GPR1, GPR3, U-handlisti

Jöfurbás 5 eru ný fjölbýlihús í Gufunesinu í Grafarvogi þar sem Glerlausnir voru með öll handriðin. Útsýnið á þessum reit er stórfenglegt, og því mikið fengið með því að vera með glerhandrið sem hleypa góðri birtu inná svalirnar, en veita þó einnig skjól gegn vind.

Þrjár týpur af lausnum voru notuð í þessu verki. Á útkragandi svölum var notast við GPR3 festingar sem festar voru framaná svalirnar. Festingarnar voru síðan klæddar af með flasningu sem passaði við klæðningu hússins. Ofaná glerið var settur þunnur duftlakkaður U-handlisti.

Á innfeldar svalir var notast við GPR3 festingar sem eru botnfestar. Þessar skúffur eru sýnilegar og voru afhentar málaðar í sama lit og gluggarnir. Ofaná glerið var settur handlisti í sama lit og gluggarnir.

Á þaksvalir var notast við GPR1 festingu, þar sem hæð gler er aðeins um 0,7m. Þetta gler er fest innan á steyptan kant.

Previous
Previous

Dalbrekka 4-6

Next
Next

Orkuveitan